Ráðgjöf um breytingaskeið kvenna

Bókaðu tíma til að fá ráðgjöf og fræðslu um breytingaskeiðið, einkenni þess og úrræði. Markmiðið með þessari þjónustu er að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan kvenna á breytingaskeiði.

Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu er afar ólík sem og þarfir þeirra. Því er leitast við að veita heildræna og einstaklingsmiðaða ráðgjöf og fræðslu. Hvort sem kona kýs að breyta lífsstíl sínum, nota náttúrulyf, óhefðbundar leiðir eða hormónameðferð, er konum veittur stuðningur í að taka upplýsta ákvörðun um úrræði sem þeim finnst sjálfum henta best hverju sinni.

Steinunn er ljósmóðir með sérhæfingu í breytingaskeiði kvenna. Ráðgjöfin er í boði fyrir allar konur sem vilja fræðast um og bæta líðan á breytingaskeiði. Ef þörf er á, er konum vísað á aðra sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Steinunn er í samstarfi við Svanhvíti Heklu Ólafsdóttur kvensjúkdómalækni vegna uppáskrifta hormónalyfja og læknisfræðilegrar aðstoðar.

Hægt er að hafa samband við Steinunni með því að senda póst á netfangið breytingaskeid@breytingaskeid.is

Steinunn Kr. Zophoníasdóttir hefur viðað að sér mikilli þekkingu á breytingaskeiði kvenna, meðal annars í meistaranámi sínu, en meistararitgerð hennar fjallar um upplifun íslenskra kvenna af breytingaskeiðinu. Hún hefur einnig lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in the Menopause. Steinunn situr í stjórn Feimu, fræðslufélags um breytingaskeið kvenna