Fæðingarheimili Reykjavíkur býður upp á samfellda og einstaklingsmiðaða þjónustu. Hjá okkur starfar teymi ljósmæðra sem hafa sett sér það markmið að veita góða fræðslu og faglega þjónustu á þínum forsendum. Í boði eru fjölbreytt námskeið, barneignarþjónusta, brjóstagjafaráðgjöf og fleira sem er sniðið að þínum þörfum og til þess fallið að bæta heilsu þína og líðan.

Smellið hér til að sjá yfirlit yfir næstu viðburði og námskeið hjá okkur eða kíkið á viðburðadagatalið!

  • Meðganga, fæðing og heimaþjónusta

    Við veitum samfellda þjónustu á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu.

    Fæðing á Fæðingarheimili Reykjavíkur hentar hraustum konum í eðlilegri meðgöngu. Við erum reglulega með opin hús fyrir verðandi foreldra þar sem þið getið fengið upplýsingar um þjónustuna og skoðað aðstöðuna. Ef þið eruð með spurningar þá getið þið smellt hér til að senda ljósmóður tölvupóst.

  • Námskeið

    Við bjóðum upp á námskeið til að undirbúa fæðingu, brjóstagjöf og tímann eftir að barnið ykkar er fætt. Lesa má allt um námskeiðin hér!

  • Ráðgjöf um brjóstagjöf

    Brjóstagjafaráðgjafi veitir konum ráðgjöf þegar upp koma vandamál við brjóstagjöf fyrstu sex mánuðina eftir fæðingu. Boðið er upp á ráðgjöf á Fæðingarheimili Reykjavíkur og heimavitjanir eftir þörfum. Frekari upplýsingar hér!

  • Nálastunga

    Ljósmæður Fæðingarheimilis Reykjavíkur bjóða upp á nálastungur á meðgöngu og í fæðingu.

  • Fæðingarúrvinnsla

    Fæðing barns er stór stund og eðlilegt að nýir foreldrar hafi þörf fyrir að spjalla um fæðinguna og tímann eftir fæðingu. Þetta á oft sérstaklega við þegar plönin hafa breyst eða fæðingin ekki gengið eins og fólk hafði séð fyrir sér áður. Þegar svo er, þá vakna oft margar spurningar um af hverju ákveðnir atburðir áttu sér stað og er flestum mikilvægt að fá svör við þeim spurningum. Sjá upplýsingar hér!

  • Hittumst í hádeginu

    Hittumst í hádeginu er samverustund fyrir fjölskyldur með ung börn - og haldið alla þriðjudaga milli kl. 11.30-13.00.

    Þetta er vettvangur fyrir foreldra til að hittast með börnin sín - leyfa þeim að leika sér (eða hvíla sig) á meðan foreldrar spjalla og njóta samveru við aðra foreldra.

    Allir foreldrar velkomnir - og kostar ekkert að koma!

Fjölbreytt þjónusta hefur aðsetur í húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Þjónustan hefur að markmiði að styðja við fjölskyldur á fjölbreyttan hátt með ráðgjöf, stuðningi og samverustundum og fer fram í rúmgóðum og björtum sal eða í notalegum og heimilislegum herbergjum.


  • Meðgöngu- og mömmujóga

    Yogaljós býður upp á dásamlega jógatíma fyrir verðandi og nýjar mæður. Markmiðið er að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan og efla tengingu móður og barns. Góður tími til að byrja í meðgöngujóga er við 14-15 vikur. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Yogaljós og þar fer einnig fram skráning á námskeið.

  • Brjóstagjafaráðgjöf

    Brjóstagjafaráðgjafi veitir konum ráðgjöf þegar upp koma vandamál við brjóstagjöf fyrstu sex mánuðina eftir fæðingu. Boðið er upp á ráðgjöf tvo daga í viku í húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur og heimavitjanir eftir þörfum. Frekari upplýsingar hér!

  • Nudd hjá Margréti Unni

    Margrét Unnur er ljósmóðir, jógakennari og nuddari sem veitir fjölbreytta þjónustu svo sem meðgöngunudd, nálastungur, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð (cranio), nudd og svæðanudd, heilnudd og Bowen meðferð. Frekar upplýsingar má finna hér!

  • Faðir verður til

    Námskeið fyrir verðandi feður og feður ungra barna (börn í fangi velkomin með á námskeiðið)

    Á námskeiðinu er fjallað um hvernig styrkja megi parasambandið og undirbúa sig fyrir stóra hlutverkið sem felur í sér nýja stöðu í lífinu og oft óvænt áhrif af ýmsum toga.

    Leiðbeinandi: Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu-og hjónaráðgjafi og Gottman Bringing Baby Home leiðbeinandi (educator)

  • Ráðgjöf um breytingaskeið

    Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu er afar ólík sem og þarfir þeirra. Steinunn leitast við að veita heildræna og einstaklingsmiðaða ráðgjöf og fræðslu. Hvort sem kona kýs að breyta lífsstíl sínum, nota náttúrulyf, óhefðbundar leiðir eða hormónameðferð, er konum veittur stuðningur í að taka upplýsta ákvörðun um úrræði sem þeim finnst sjálfum henta best hverju sinni.

  • Fjölskylduráðgjöf

    Elísabet býður upp á einstaklings- og fjölskyldumeðferð, parameðferð/hjónabandsmeðferð, áfallameðferð og tengslavanda, ráðgjöf um um samskiptavanda og meðvirkni og fleira. Lesa má um þjónustuna hér!

  • Viltu leigja hjá okkur aðstöðu?

    Allar upplýsingar um leigu á herbergjum og sal má finna hér!