Vilt þú verða hluti af samfélaginu á Fæðingarheimili Reykjavíkur?

Fæðingarheimili Reykjavíkur er staður sem veitir konum og fjölskyldum þeirra fjölbreytta þjónustu sem eflir líkamlega og andlega heilsu þeirra með forvörnum, heilsurækt, ráðgjöf, fræðslu og sköpun. Við auglýsum nú eftir aðilum sem hafa áhuga á að bætast í góðan hóp sem saman myndar öflugt samfélag.

Til leigu eru þrjú herbergi sem eru 10-16 fm að stærð og rúmgóður 50 fm salur með aðgengi að skjávarpa, jógadýnum og boltum. Herbergin verða leigð einn, tvo eða fimm daga vikunnar í amk 3 mánuði í senn. Upplýsingar um salinn má sjá hér fyrir neðan.

Í umsókn skal gera grein fyrir eftirfarandi:

  • Kynning á umsækjanda

  • Greinargóð lýsing á hugmynd/starfsemi

  • Hvernig fellur hugmyndin að markmiðum Fæðingarheimilis Reykjavíkur?

  • Hvaða þarfir eru varðandi húsnæði (stærð, aðstaða, umfang starfsemi)?

Allar nánari upplýsingar veitir Embla Ýr Guðmundsdóttir

  • Salur

    Salinn okkar er hægt að leigja í 3 klst í senn fyrir 25.000 kr. Innifalið er aðgengi að skjávarpa og aðstöðu í sal, biðstofu og kaffistofu. Þetta hentar vel fyrir ýmiskonar fundi, fyrirlestra og námskeið. Hægt er að leigja salinn allan daginn fyrir 40.000 kr.

    Ef gerður er samningur í 3 mánuði í senn má leigja salinn á 10% afslætti.

    Salinn okkar má einnig leigja fyrir námskeið sem kennd eru yfir lengri tíma. Þá er salurinn leigður einu sinni í viku í 90 mín í senn og gerður samningur yfir 6 mánaða tímabil. Leiguverð er þá 20.000 kr á mánuði.

    Þetta hentar vel fyrir námskeið svo sem jóga, nudd eða aðra heilsurækt. Einnig gæti þetta hentað fyrir hópmeðferðir.

  • Meðferðarherbergi

    Við erum með þrjú meðferðarherbergi sem eru 10-16 fm að stærð. Velja má um að leigja þau alla daga vikunnar, eða í 1-2 daga vikunnar. Leigusamningar eru alltaf gerðir til þriggja mánaða.

    Dæmi um leiguverð er 50.000 kr/mán fyrir einn dag í viku í meðferðarherbergi. Veittur er afsláttur ef herbergi er leigt í tvo eða fimm daga vikunnar.

    Öll herbergi eru með vask og uppfylla kröfur fyrir heilbrigðistengda starfsemi. Herbergi geta verið leigð út með húsgögnum (sófi, stólar og borð) en einnig má gera samning um aðrar aðstæður.

    Aðgengi er að kaffistofu, interneti, biðstofu og salernisaðstöðu. Veittur er afsláttur af leigu á sal.

    Herbergin henta vel fyrir sjúkraþjálfun, sálfræðiráðgjöf, brjóstaráðgjöf, nudd, næringarráðgjöf, kírópraktor og fleira.

  • Samfélag

    Öll starfsemi verður auglýst á heimasíðu okkar og bókanir geta farið í gegnum skráningarkerfi á heimasíðunni okkar. Ljósmæður geta fengið aðgang að Sögu-kerfinu gegn gjaldi.

    Samfélagið sem við viljum skapa er jákvætt og lifandi og þjónustan fyrsta flokks þjónusta sem er einstaklingsmiðuð og fagleg.

    Þeir sem starfa á Fæðingarheimili Reykjavíkur munu hver með sínum hætti leggja sitt að mörkum til að bæta líf kvenna og fjölskyldna þeirra á fjölbreyttan hátt. Í sameiningu gerum við Fæðingarheimili Reykjavíkur að dásamlegum stað fyrir alla sem til okkar leita.