LJÓSMÓÐIR

Alicja Pawlak

Alicja er ljósmóðir sem hefur sérhæft sig í að veita ráðgjöf varðandi brjóstagjöf (CDL). Hún flutti nýlega frá Póllandi til Íslands og mun kenna námskeið um brjóstagjöf og umönnun nýbura á pólsku á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið hefur verið í boði á pólsku hér á landi. Hún er einnig að undirbúa sig fyrir að taka alþjóðleg réttindi til að geta kallað sig brjóstagjafaráðgjafa (IBCLC), sem mun veita henni réttindi til að geta sinnt brjóstaráðgjöf hér á landi. Hún mun sinna ráðgjöfinni á pólsku og ensku en er einnig að læra íslensku um þessar mundir. Hún vinnur á meðgöngu og sængurlegudeild Landspítala.

Alicja útskrifaðist frá Jagiellonian University í Póllandi með meistaragráðu í ljósmóðurfræði. Hún vann á sængurlegudeild í Póllandi, við ljósmóðurskóla og einnig á brjóstagjafaklíník. Hún hefur því viðað að sér mikilli þekkingu um brjóstagjöf, þjónustu við konur í sængurlegu og einnig umönnun nýbura og fyrirbura. Hún byggir námskeið sín á gagnreyndri þekkingu og veitir fjölskyldum praktískan undirbúning fyrir foreldrahlutverkið með það að leiðarljósi að auka sjálfsöryggi þeirra og þekkingu. Nálgun Alicju er heildræn og vinnur hún að því að styrkja fjölskylduna sem heild.