Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Í doktorsnámi snerust rannsóknir hennar um heilsu kvenna í tengslum við fæðingu,
sérstaklega útkomu grindarbotns og áhrifa sjúkraþjálfunar og æfinga á konur eftir fæðingu.
Hún hefur starfað á kvenheilsusviði í yfir 30 ár. Hún hefur sótt fjölda námskeiða um
grindarbotn og kvenheilsu og flutt erindi á vísindaráðstefnum bæði innanlands og erlendis.
Þorgerður hefur haldið námskeið fyrir sjúkraþjálfara og aðrar heilbrigðisstéttir á sínu
sérsviði. Hún hefur verið leiðbeinandi nema í meistaranámi í sjúkraþjálfun og einnig í
íþróttafræðum, auk þess að vera stundakennari í HÍ til margra ára í sjúkraþjálfun, auk þess
að koma að námskeiðum í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræðum.
Þorgerður er ein þriggja eiganda Táps sjúkraþjálfunar og starfar þar líka.
Hún sinnir flestu því sem kemur á borð sjúkraþjálfara sem tengist kvenheilsu.
Hægt er að hafa samband á netfanginu kvenheilsa@gmail.com
Þorgerður Sigurðardóttir
Sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun