Nálastungumeðferð

Nálastungumeðferð á meðgöngu hefur verið notuð með góðum árangri við ýmsum kvillum eins og ógleði, grindarverkjum, og til undirbúnings fyrir fæðingu.

Við undirbúningsnálastungumeðferð er miðað við að koma í nálastungu einu sinni í viku frá 36 vikna meðgöngu og er notast við fyrirfram skilgreinda punkta með það fyrir augum að stytta útvíkkunartímabilið í fæðingu.

Við hverju má búast? Þegar þú kemur í nálastungu spjallar þú fyrst við ljósmóður inni á ljósmæðrastofu eða fæðingarstofu. Þér er boðið að leggjast í rúm og ná góðri slökun áður en nálastunga hefst. Meðferðin tekur um 40 mínútur.

Ljósmæður Fæðingarheimilis Reykjavíkur bjóða upp á nálastungur á meðgöngu og í fæðingu.