Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir verðandi foreldra til að undirbúa fæðingu, sængurlegu og brjóstagjöf. Markmið námskeiðanna er að styðja við ykkur á jákvæðan, hagnýtan og raunsæjan hátt þegar þið undirbúið ykkur fyrir komu barnsins ykkar. Námskeiðin henta bæði þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni og þeim sem hafa átt barn áður.

Námskeiðin henta öllum fjölskyldum - hvort sem planið er að fæða barnið á Fæðingarheimilinu, heima eða á sjúkrahúsi.

Við bjóðum einnig upp á sömu námskeið á ensku og pólsku.

Eftir að barnið er komið í heiminn bjóðum við einnig upp á námskeið fyrir mæður og pör til þess að styðja við þau á fjölbreyttan hátt. Þessi námskeið eru einungis kennd á íslensku eins og er.

Hér má sjá yfirlit yfir alla næstu viðburði og námskeið hjá okkur eða smella hér til að sjá viðburðadagatalið okkar!

Gjafakortin okkar gilda á öll námskeið!

Næstu námskeið:

  • 17. apríl kl 17:00-20:30 - FULLT

  • 22. maí kl 17:00-20:30 - FULLT

  • 24. júlí kl 17:00-20:30

Eitt skipti - 3,5 klukkustundir. Námskeiðið er á íslensku.

Hentug tímasetning er frá 28 vikna meðgöngu

Verð 19.500 kr. fyrir parið.

Ef þið skráið ykkur á bæði Betri fæðing og Fyrstu dagarnir þá er veittur 20% afsláttur af öðru námskeiðinu og kostar pakkinn 35.000 kr.

Næstu námskeið:

  • 6. mars kl 17:00-20:00

  • 3. apríl kl 17:00-20:00

  • 8. maí kl 17:00-20:00

  • 17. júlí kl 17:00-20:00

Námskeiðið fjallar um umönnun nýburans, tengslamyndun og brjóstagjöf. Námskeiðið gefur góð tækifæri fyrir allar ykkar spurningar og svör frá reyndri ljósmóður!

Eitt skipti - 3 klukkustundir. Hentug tímasetning er frá 28 vikna meðgöngu. Námskeiðið er kennt á íslensku.

Verð 19.500 kr. fyrir parið.

Ef þið skráið ykkur á bæði Betri fæðing og Fyrstu dagarnir þá er veittur 20% afsláttur af öðru námskeiðinu og kostar pakkinn 35.000 kr.

Næsta námskeið hefst 28. apríl 2024.

Hópurinn hittist fimm sinnum á sunnudögum kl. 13:00-16:00.

Verð: 65.000 kr fyrir parið. Við getum sent ykkur kvittun þannig að þið getið sótt um endurgreiðslu hjá stéttafélagi.

Þetta námskeið er kennt á ensku en stendur að sjálfsögðu öllum til boða.

Ef þið skráið ykkur einnig á námskeiðið Fyrstu dagarnir - umönnun nýburans og brjóstagjöf, þá er veittur 20% afsláttur af ódýrara námskeiðinu.

Endurheimt - námskeið fyrir mæður

Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja og styðja við mæður eftir fæðingu á fjölbreyttan hátt, á þeirra forsendum. Þátttakendur fá fræðslu og stuðning frá fjórum fagaðilum - ljósmóður, sjúkraþjálfara, kynfræðing og heimspeking/jógakennara. Hópurinn hittist 6 sinnum yfir fimm vikna tímabil.

Næstu námskeið hefjast:

  • 24. janúar 2024

  • 10. apríl 2024

Verð: 19.900 kr. Við getum sent ykkur kvittun þannig að þið getið sótt um endurgreiðslu hjá stéttafélagi.

Ólafur Grétar heldur námskeið fyrir verðandi feður og feður ungra barna þar sem fjallað verður um mikilvægi sjálfsumönnunnar, hversu þarft sé að móðirin fá góða umönnun og nærgætni og mikilvægi góðrar umönnunar ungabarns. Einnig er fjallað um hvernig styrkja megi parasambandið og undirbúa sig fyrir stóra hlutverkið sem felur í sér nýja stöðu í lífinu og oft óvænt áhrif af ýmsum toga.

Næstu námskeið:

  • 4. maí 2024, kl 10.00-13.00

Ef verðandi faðir skráir sig einnig á önnur námskeið hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur (Betri fæðing, Fyrstu dagarnir eða Hypnobirthing) þá fæst 20% afsláttur af ódýrara námskeiðinu.

Dásamlegir jógatímar fyrir verðandi og nýjar mæður. Þessir jógatímar henta öllum konum - hvort sem þær stefna að fæðingu á Fæðingarheimili Reykjavíkur eða ekki.

Halla ljósmóðir og Nadia jógakennari kenna alla jógatímana og má finna allar upplýsingar á heimasíðu Yogaljós. Markmiðið er að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan og efla tengingu móður og barns.

Góður tími til að byrja í meðgöngujóga er við 14-15 vikur. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Yogaljós og þar fer einnig fram skráning á námskeið.

Listaakademían býður upp á tónlistarhópa fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til tveggja ára. Reyndur fiðluleikari og kennari leiða tímana þar sem börnin fá tækifæri til að syngja saman og hlusta á lög sem efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Hvert námskeið er einu sinni í viku í mánuð í senn.

Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni þeirra og skráning fer fram hér!