Faðir verður til – Fræðsla, tengsl & þátttaka

Þetta námskeið er sérstaklega fyrir verðandi feður og feður ungra barna þar sem fjallað verður um mikilvægi sjálfsumönnunnar, hversu þarft sé að móðirin fá góða umönnun og nærgætni og mikilvægi góðrar umönnunar ungabarns. Þá er fjallað um hvernig styrkja megi parasambandið og undirbúa sig fyrir stóra hlutverkið sem felur í sér nýja stöðu í lífinu og oft óvænt áhrif af ýmsum toga.

Leiðbeinandi: Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu-og hjónaráðgjafi og Gottman Bringing Baby Home leiðbeinandi (educator)

Verð: 18.900kr   -  Vandað ítarefni á íslensku fylgir með

Umsögn frá verðandi föður

“Námskeiðið Faðir verður til er það gott að það ætti að vera skylda fyrir alla verðandi feður að fara á. Gefur föðurnum innsýn inn í það sem að móðirin er að upplifa. Eflir föðurinn og hvetur hann til að verða enn betri útgáfa af sjálfum sér. Sjá samband sitt og maka frá öðru sjónarhorni og maður lærir að geta fyllilega sýnt því skilning sem móður og barn, sem er að koma í heiminn, eru að ganga í gegnum. Hefði alls ekki vilja missa af þessu og námskeið Ólafs fær mín allra bestu meðmæli.”

Þórður Gunnar Þorvaldsson, læknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi

 Á námskeiðinu er fjallað um mikilvægi sjálfsumönnunnar, hversu þarft er að móðirin fái góða umönnun og nærgætni og mikilvægi góðrar umönnunar ungabarns.  Þá er fjallað um hvernig styrkja megi parasambandið og undirbúa sig fyrir stóra hlutverkið sem felur í sér nýja stöðu í lífinu og oft óvænt áhrif af ýmsum toga.

Fræðsla

Karlmenn þurfa að vita hversu mikið konan þarf á umönnun og nærgætni þeirra að halda, að ekki sé minnst á barnið. Karlar standa sig oftast vel þegar þeir geta og þurfa að ráða við viðfangsefnið. Að veita þeim fræðslu gefur þeim möguleika á að læra um hvað verðandi móðirin er að takast á við á meðgöngu. Virk samskipti og færni til að jafna ágreining eru mikilvægir kostir. Þessi atriði stuðla að lífeðilsfræðilegu jafnvægi og heilbrigðu sambandi foreldra sem gefur þeim betri forsendur til að tengjast barni sínu.

Tengsl

Til að geta myndað örugg tengsl við barnið sitt þurfa karlar að vera í góðum tengslum við sjálfa sig svo þeir hafi betri forsendur til að sýna móður og barni samkennd. Það þýðir að þeir þurfa að geta fundið hvernig þeim líður og þeir þurfa að temja sér að bregðast við líðan sinni á við eigandi hátt hverju sinni, rétt eins og þeir þurfa að gera við barnið sitt. Þetta getur t.d. þýtt að þeir gangist að afbrýðissemi eða vanmætti, og finni viðeigandi leiðir til að ná tökum á líðan sinni í staðinn fyrir að láta hana bitna á konunni eða barninu (hafa mikið að gera í vinnunni). Þeir þurfa líka að skoða hvernig fyrirmyndir þeir eiga í eigin föður eða öðrum karlkyns fyrirmyndum.

Þátttaka

Með fræðslu skapast betri forsendur fyrir þátttöku og jafnri umönnunarábyrgð. Verðandi feður þurfa að öðlast aukinn skilning á hvað (verðand) móðir er að ganga í gegnum og á þörf hennar fyrir stuðning og virðingu, sem er grundvöllur fyrir öryggi hennar. Lykilatriði er að (verðandi) faðir sé öruggur í sambandinu upplifi að (verðandi) barnsmóðir treysti  og vilji þátttöku hans. Það að barnshafandi kona finni samkennd og vilja gagnvart þátttöku hans strax á meðgöngu gefur henni öryggi og vellíðan. Hvað getur stuðlað að öryggi feðra? T.d. að karlmennsku þeirra sé ekki ógnað af erfiðum tilfinningum og sýni kærleika til móður og barns. Í þessu tilfelli getur fræðsla hjálpað þeim með því að undirbúa þá fyrir nýjar áskoranir í formi nýrra tilfinninga sem eiga eftir að skjóta upp kollinum þegar kemur að þeirra hlutverki.

Til umhugsunar

Mannfólkið er tegund sem þarf hjálp og veitir hjálp. Það á svo sannarlega við þegar um er að ræða foreldrahlutverkið. Þá þarfnast foreldrarnir aðstoðar þannig að þeir hafi betri forsendur til að annast nýburann.

Í umræðunni um foreldravald þarf að fylgja ábyrgð valdhafa og aukin ábyrgð verðandi foreldra. Ábyrgð stjórnvalda og vinnumarkaðarins felur í sér að tryggja foreldrum fræðslu og aðstoð þannig þeir hafi betri forsendur til að standa undir kröfum og áhrifavaldi foreldrahlutverksins.

Þættir sem ýta undir að umönnun og uppeldi lendir meira á herðum kvenna tengist vöntun á því að feður hafi sjálfir fyrirmyndir og að þeir fái skipulagða fræðslu og geðheilbrigðiþjónustu við tilkomu foreldrahlutverksins. Með tilkomu þess þarf ábyrgð (verðandi) foreldra að aukast og er því mikilvægt að huga að parasambandinu. Ráði parið ekki við umönnunarkröfurnar flytjast afleiðingar þeirra yfir á nýburann og þaðan yfir á uppeldis- og velferðarstéttir.

Fleiri umsagnir frá þátttakendum:

“Að skilja betur hvað hægt er að gera til að hjálpa konunni. Koma því í orð hvað það er mikilvægt að gefa sér tíma með barninu og vera með því á þeim tíma, ekki í símanum eða gera eitthvað annað. Þetta námskeið er mjög hjálplegt, ekki síst fyrir FEÐUR sem eiga börn fyrir.”

“Mér fannst hjálplegt að heyra frá öðrum og 2&2 spjallið var mjög gott líka. Líka gott að vita við hverju eigi að búast og góð ráð uppá að hjálpa og hugsa um konuna. Veit ekki hvort mér finnist eitthvað vanta var allt mjög gagnlegt sem kom fram. Ég myndi mæla með námskeiðinu. Það gaf mér alveg marga hluti til að pæla í.”


”Hvað var hjálplegt? Aukin innsýn í huga konunnar og góð ráð hvernig eigi að nálgast hana á meðgöngu og fyrstu vikur eftir fæðingu. Gaman ad koma á námskeið hjá manni sem virðist hafa það sem mission í lífinu að hjálpa foreldrum og feðrum sérstaklega að verða betri útgafa af sjálfum sér.”

“Mjög fræðandi og hjálpar manni að verða meiri þátttakandi í nýju hlutverki. Myndi hiklaust mæla með námskeiðinu. Þetta er frábært námskeið sem er mjög fræðandi að mínu mati og hjálpar verðandi feðrum að verða hluti af meðgöngu. Námskeiðið ýtir undir það að við séum meiri þáttakendur þessum fyrstu skrefum bæði áður og eftir að barn fæðist.”

Umsögn frá tveggja barna föður

“Efnið er ekki bara áhugavert og hjálplegt heldur Ólafur frábær performer og kemur efninu mjög vel frá sér og nær mjög vel til gauranna! Verandi faðir nú þegar þá fannst mér hjálplegast allt sem tengdist fjölskyldunni og tímanum okkar saman og ég hlakka til að skoða betur sjöundu hæðina. Eins var hjálplegt að fá áminningu um að við getum lesið í hvort annað og tekið boltann þegar hitt er þreytt.  Ég mundi hiklaust mæla með þessu námskeiði, hef þegar gert það og mun gera það áfram.  Þetta er námskeiðið sem ég vildi að ég hefði vitað af áður en ég varð faðir þó það hafi ekki síður verið gagnlegt fyrir tveggja barna faðir líka. Takk fyrir mig!”

Gísli Björgvin Gíslason