Elfa Lind Einarsdóttir, RN RM MSc
Elfa Lind Einarsdóttir lauk meistaranámi í ljósmóðurfræði vorið 2021. Hún hefur síðan starfað á Fæðingarvakt Landspítalans, á Meðgöngu- og sængurlegudeild og leyst af í meðgönguvernd. Lokaverkefni hennar í Ljósmóðurfræði fjallaði um fæðingarstellingar kvenna á Íslandi og þá þætti sem hafa áhrif á val þeirra. Elfa leggur ríka áherslu á hlýju, upplýst val og stuðning við konur og fjölskyldur á meðgöngu og í gegnum fæðingu.
Þegar Elfa var að skrifa meistaraverkefnið sitt um fæðingarstellingar þá fann hún þetta skemmtilega ljóð á ensku og þýddi það yfir á íslensku. Þið sem hafið komið til okkar á Fæðingarheimili Reykjavíkur þekkið þetta ljóð vel því það hefur verið upp á vegg hjá okkur frá opnun 2022.


