Elísabet Ósk Vigfúsdóttir, MSc

Elísabet er menntuð fjölskylduráðgjafi, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur en hefur einnig lokið námi í Hugrænni atferlismeðferð. Í gegnum störf sín frá 2008 hefur hún haft tækifæri til að læra og afla sér mikillar reynslu í meðferðarvinnu, þá bæði með fjölskyldum og einstaklingum. Hún leggur mikinn metnað í að mæta einstaklingum á jafningjagrundvelli og af fordómaleysi.

Helsta reynsla hennar sem hjúkrunarfræðingur er af umönnun sængurkvenna og nýbura á sængurlegudeild á Horsens sjúkrahúsi sem og af bráða- og hágæsluhjúkrun alvarlega veikra barna/nýbura/fyrirbura á gjörgæsludeild á háskólasjúkrahúsinu Skejby. Bæði sjúkrahúsin eru staðsett á Jótlandi í Danmörku.

Sem ljósmóðir hefur hún öðlast mikla reynslu með því að sinna störfum á vökudeild LSH, á meðgöngu sængurlegudeild LSH og á fæðingarvaktinni á HSS. Síðan 2015 hefur hún starfað á göngudeild mæðraverndar/áhættumæðravernd á LSH þar sem hún hefur sérhæft sig í meðgöngueftirliti kvenna sem eiga við geð- og eða vímuefnavanda að stríða.

Í haust er Elísabet að bæta við sig MÁPM námi í meðvirkni- og áfallameðferð sem fjallar um aðferð sem fagaðilar geta nýtt til þess að vinna með einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum í uppvextinum sem síðar á lífsleiðinni hafa alvarleg áhrif á þroska, líðan og hegðun.

Elísabet veitir fjölskylduráðgjöf hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur og má lesa meira um þjónustuna hér!