Ráðgjöf fyrir þungun
Markmiðið með ráðgjöf fyrir þungun er að auka vellíðan og efla heilsu kvenna. Hér fer fram skimun fyrir ákveðnum áhættuþáttum, ljósmóðir beitir viðeigandi inngripum eða vísar konunni í aðra viðeigandi þjónustu. Áhættuþættirnir geta verið líkamlegir, andlegir eða tengdir hegðun, lifnaðarháttum og umhverfisþáttum.
Ávinningur þess samtals virðist vera mikill og má þá nefna lægri tíðni léttbura, fyrirburafæðinga, ófrjósemis, betra næringarástand kvenna og andleg heilsa sem og lægri tíðni ofþyngdar og offitu.
Í boði fyrir allar konur sem stefna að barneignum.
Nánari upplýsingar koma á næstunni.