Gæðavísar.
Gæðavísir er tölulegur mælikvarði sem notaður er til þess að meta gæði og öryggi þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er.
Tilgangur gæðavísis er að kanna hvort gæði umönnunar og meðferðar samræmist viðurkenndum viðmiðum en það er mikilvægt að þeir fagaðilar sem veita heilbrigðisþjónustu setji fram gæðavísa sem taka mið af þeirri þjónustu sem þeir veita. Með því móti er hægt að meta þjónustuna, stuðla að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar og efla öryggi og gæði þjónustunnar.
Mikilvægt er að gæðavísar séu sýnilegir til þess að allir sem vilja geti metið gæði þjónustunnar og tekið ákvarðanir sem byggja á upplýstum og faglegum grundvelli. Við munum birta upplýsingar um gæðavísa Fæðingarheimilisins árlega um leið og við höfum sinnt að minnsta kosti 100 konum.