Ráðgjöf um getnaðarvarnir og ávísun lyfja
Reglugerð heilbrigðisráðherra um leyfi ljósmæðra til að veita ráðgjöf um getnaðarvarnir tók gildi í janúar 2021. Markmiðið með breytingunni er að auka aðgengi að getnaðarvörnum og stuðla þannig að auknu kynheilbrigði fólks. Ljósmæður á Fæðingarheimili Reykjavíkur ávísa getnaðarvarnarlyfjum og veita ráðgjöf og eru fyrsta ljósmæðrarekna einingin sem býður konum upp á þessa þjónustu á landsvísu.
Þessi þjónusta verður í boði um leið og ljósmæður hafa samið við Sjúkratryggingar Íslands og verður fyrir allar hraustar konur hvort tveggja fyrir barneignir og eftir.
Nánari upplýsingar koma á næstunni.