Hafrós Lind Ásdísardóttir, MSc

Hafrós Lind Ásdísardóttir lauk meistaranámi í ljósmóðurfræði sumarið 2022 og fjallaði verkefni hennar um ákvarðanatöku og virðingu í meðgönguvernd. Þar spilaði upplýst ákvarðanataka stóran þátt en verkefnin sem á eftir komu í náminu lituðust af því hugtaki sem varð hennar hjartans mál.

Hafrós hefur starfað sem ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans frá útskrift og auk þess starfað á meðgöngu- og sængurlegudeild meðfram námi sínu í ljósmóðurfræði. Hún sinnir nú ljósmóðurstörfum á Fæðingarheimili Reykjavíkur og kennir námskeið um fæðingu og brjóstagjöf.

Ég er ekki ein af þeim fjölmörgu ljósmæðrum sem ætlaði sér að verða ljósmóðir frá unga aldri. Það var margt sem vakti áhuga minn og eftir útskrift úr hjúkrunarfræði vann ég á Bráðamóttöku barna á Landspítalanum. Ljósmóðurfræðin togaði þó í mig og þar fann ég strax að ég átti heima. Það er eitthvað svo töfrandi við barneignarferlið sem dáleiddi mig alveg frá byrjun. Það eru forréttindi að sjá fjölskyldu verða til og mitt helsta markmið er að sú stund sé valdeflandi og dásamleg“