Heilsusamtal 6-12 vikum eftir fæðingu
Hér gefst tækifæri til að ræða líðan og heilsu nýju fjölskyldunnar, fæðinguna, brjóstagjöf, sængurlegu, foreldrahlutverkið, auk þess að veita getnaðarvarnarráðgjöf og eftirskoðun. Ef þörf er á, er konum vísað á aðra sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Markmiðið með þessari þjónustu er að hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu kvenna, ræða erfiða reynslu, veita stuðning og benda fjölskyldum á þau úrræði sem standa þeim til boða.
Heilsusamtalið er hluti af grunnþjónustu ljósmæðra Fæðingarheimilisins. Konur sem hafa fætt barn sitt annars staðar eru einnig velkomnar í heilsusamtal.
Nánari upplýsingar um tímabókun koma á næstunni.