Memmm Play

Opinn leikskóli fyrir 0-8 mánaða börn og foreldra þeirra

Þriðjudaga kl 12:00-14:00

Memmm Play býður foreldrum og börnum tækifæri til þess að koma og njóta saman. Leikföngin í opna leikskólanum eru vönduð, vandlega valin til þess að vekja forvitni og vera hvatning til leiks og rannsókna hjá yngstu börnunum. Í hverri stund eru einnig sungin lög með hreyfingum en að syngja með og fyrir börn hefur mjög góð áhrif á málþroska og máltöku þeirra.

Það er alltaf kaffi á könnunni fyrir foreldra sem fá hér tækifæri til þess að slaka á frá amstri dagsins. Rólegt og verndað umhverfi Fæðingarheimilisins er dásamlegt til leiks og tengslamyndunar en einnig kjörinn staður til þess að hitta vini sína með börnin eða kynnast foreldrum með börn á sama aldri.

Hvenær: Alla þriðjudaga kl 12-14

Hvar: Fæðingarheimili Reykjavíkur, Hlíðarfæti 17

Verð: 2500 kr