Betri fæðing

Innihald námskeiðsins er m.a. ólíkar leiðir til verkjastillingar í fæðingu, djúpslökun og einstaklingsmiðuð bjargráð við verkjum í fæðingu, fæðingarstellingar og leiðir til að bregðast við óþægindum og verkjum í fæðingu.

Markmið með þessu námskeiði er að konan og stuðningsaðili hennar:

  • öðlist aukið sjálfstraust

  • finni fyrir meiri tilhlökkun

  • hafi góða hugmynd um hvað gerist í fæðingu

  • geti tekið upplýsta ákvörðun í fæðingu (til dæmis varðandi verkjastillingu)

Fræðslan er undir handleiðslu ljósmóður sem hefur sérhæft sig í stuðningi við konur og stuðningsaðila þeirra í fæðingu.

Fyrir hverja?

Þetta námskeið er fyrir alla óháð því hvar þær ætla að fæða barnið sitt og nýtist helst foreldrum sem vilja fara á námskeið þar sem lögð er áhersla á leiðir til að upplifa vellíðan í fæðingu og bjargráð sem geta nýst í fæðingunni. Konur sem hafa áður fætt barn gætu haft gagn af þessu námskeiði til að rifja upp efnið fyrir komandi fæðingu og einnig til þess að taka frá tíma í amstri hversdagsins til þess að undirbúa sig fyrir næstu fæðingu.

Hvað er sérstakt við þetta námskeið?

  • Við sýnum ykkur mismunandi stellingar, æfum slökun og nudd

  • Fræðslan er undir handleiðslu ljósmóður sem hefur sérhæft sig í stuðningi við konur og maka þeirra í fæðingu

  • Við notum bolta, jógadýnur, nuddolíur, rebozo sjöl og fleira til þess að gefa ykkur tækifæri til þess að æfa bjargráð og slökun

  • Við erum í stórum sal þar sem er nægt pláss svo allir geti hreyft sig að vild

  • Við bókum að hámarki sex pör á hvert námskeið svo allir fái einstaklingsmiðaða fræðslu og fái tækifæri til að spyrja að því sem þeim liggur á hjarta

  • Við bjóðum þátttakendum á námskeiði hjá okkur forgang í heimaþjónustu eftir fæðingu. Endilega látið okkur vita tímanlega ef þið viljið þiggja hjá okkur heimaþjónustu því plássin fyllast oft fljótt!

Hvenær?

Hentug tímasetning er á þriðja þriðjungi meðgöngu eða frá 28 vikna meðgöngu. 

Eitt skipti.

Samtals 3,5 klst. 

Verð 19.500 kr.

Hvað fannst þátttakendum um námskeiðið?

“Mér fannst best hvað Embla var góður kennari og skýrði hlutina vel og vandlega og var opin fyrir spurningum og svaraði þeim frábærlega. Eftir námskeiðið finnst mér ég vera mun öruggari og tilbúnari fyrir fæðinguna sem ég er mjög ánægð með. Námskeiðið og Embla stóðu undir öllum mínum væntingum - og gott betur.”


“Embla var hlý og einlæg í framkomu og gat miðlað mikilli reynslu. Við komum út af námskeiðinu miklu betur undirbúin undir fæðinguna og ferlið allt og þannig öruggari og spenntari. Það var frábært að hafa dýnu og bolta til þess að maður gæti breytt um stellingu.”


“Mikið af góðum og praktiskum ráðum. Mikið fjallað um hlutverk makans. Persónulegt og skemmtilegar viðræður.”


“Okkur fannst við hafa haft meira gagn af námskeiðinu en við höfðum gert ráð fyrir. Okkur fannst það mjög ítarlegt og veitti það innsýn í hluta fæðingarferlisins sem við höfðum alls ekki íhugað.

Eftir á að hyggja, núna þegar við erum með barnið okkar í fanginu, finnst mér að stuðningsaðili minn hafi verið betur undirbúinn og það sem hann lærði gerði mér kleift að upplifa jákvæðari reynslu en ég hefði annars verið fær um. Hann gat hjálpað mér í gegnum ferlið með svo miklu sjálfstrausti.

Ljósmæðurnar sem leiddu námskeiðið kunnu efnið mjög vel og gátu miðlað lærdómnum á mjög áhrifaríkan hátt. Við fórum af námskeiðinu með svo mikla þekkingu á ekki aðeins við hverju má búast heldur hvernig við getum tekist best á við bæði það neikvæða og jákvæða við alla fæðingarupplifunina.“