Praktískur undirbúningur fyrir fæðinguna.
Netnámskeið

 

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig þú getur haft jákvæð áhrif á fæðinguna þína. Ýmis bjargráð eru kennd og leiðir til að bregðast við óþægindum og styðja við eðlilegt ferli fæðingar. Að auki verður farið ítarlega yfir hlutverk stuðningsaðila í fæðingunni.

Markmið með þessu námskeiði er að konan og stuðningsaðili hennar:

  • upplifi aukið sjálftraust, öryggi og stuðning í fæðingunni

  • séu vel undirbúin fyrir þá áskorun sem fæðingin getur verið

Verð 20.000 kr. fyrir parið.

 

Fyrir hverja?

Þetta námskeið er fyrir alla óháð því hvar þær ætla að fæða barnið sitt og nýtist helst foreldrum sem kjósa frekar að sitja námskeið í tölvu í því umhverfi sem hentar þeim.

Hvenær?

Hentug tímasetning er á þriðja þriðjungi meðgöngu eða frá 28 vikna meðgöngu. 

Tvö skipti á meðgöngu.

Samtals 4 klst.