LJÓSMÓÐIR
Stefanía Ósk Margeirsdóttir, RN, Cand.Obst. MSc
Stefanía Ósk Margeirsdóttir hefur fjölbreytta reynslu af ljósmóðurstörfum á fæðingarvakt Landspítalans og ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hún starfar einnig við meðgönguvernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og við afleysingar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Að auki hefur Stefanía lokið við námskeið um nálastungur.
Stefanía lauk meistaranámi í ljósmóðurfræði vorið 2021 og fjallar verkefni hennar um útkomur kvenna og barna sem fæða á fæðingarstofu. Hún hefur einnig unnið sem stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2016 þar sem hún kennir um lífeðlisfræði fæðingar og stuðning við eðlilegt barneignarferli. Stefanía heldur úti vinsælu hlaðvarpi um allt milli himins og jarðar sem tengist ljósmóðurfræði og barneignarferlinu ásamt annarri ljósmóður sem kallast Legvarpið.
Stefanía sinnir ljósmóðurstörfum á Fæðingarheimili Reykjavíkur og býður upp á nálastungumeðferðir. Stefanía leiðir þróun fræðsluefnis og námskeiða á Fæðingarheimili Reykjavíkur.
“Ég varð ljósmóðir fyrir algjöra tilviljun, nú eða kannski voru þetta örlög. Ég var að fara útskrifast sem hjúkrunarfræðingur þegar ég læddist inn í fæðingu og eftir það var ekki aftur snúið. Það er eitthvað við fæðandi konur sem er svo dáleiðandi að vera í kringum. Þvílíkur kraftur, allt svo hrátt, fallegt og einlægt. Og mér finnst mikill heiður að fá að vera gestur í þessu ferli fjölskyldunnar. Að sjá konu á meðgöngu vaxa og dafna, máta sig í hlutverk sitt og fjölskylduna fyllast af spennu og hamingju. Og í kringum þessa hamingju vil ég vinna, hér vil ég vera”
— Stefanía Ósk Margeirsdóttir



