LJÓSMÓÐIR

Sunna María Helgadóttir, RN RM

Sunna María hefur starfað á Fæðingarvakt Landspítalans frá útskrift árið 2020. Samhliða því hefur hún sinnt meðgönguvernd og leghálsskimunum á Heilsugæslunni í Miðbæ, starfað á Neyðarmóttöku fyrir kynferðisofbeldi í Fossvogi og sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands þar sem helst má nefna hið magnaða viðfangsefni Píku-Pælingar.

Sunna starfaði í sjö ár í félagsmiðstöð og ungmennahúsi og samtvinnaði þar ýmis áhugamál. Hún sinnti þar m.a. geðfræðslu og kynfræðslu og ýmsu hópastarfi tengdu þeim málefnum. Sunna skrifaði lokaverkefnið sitt í ljósmóðurfræði um sænskar kynheilbrigðismóttökur og hvað ljósmæður geti lært af þeim. Sem ljósmæðranemi fór hún starfsnám í Svíþjóð á ljósmæðra-og unglingamóttöku og á sér þann draum að taka þátt í því að efla kynheilbrigðisþjónustuna á Íslandi með ljósmæður í aðalhlutverki.

Sunna heldur úti hlaðvarpsþættinum Legvarpinu ásamt starfssystur sinni Stefaníu Ósk Margeirsdóttur. Þar fjalla þær um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar og taka fyrir ýmislegt sem tengist kven- og kynheilbrigði.

Sunna sinnir ljósmóðurstörfum á Fæðingarheimili Reykjavíkur.