Verðskrá kemur fljótlega

Hver greiðir fyrir þjónustuna?

Sjúkratryggingar Íslands greiða samkvæmt opinberri gjaldskrá fyrir þjónustu ljósmæðra við meðgönguvernd, fæðingar og heimaþjónustu. Öll barneignarþjónusta á Fæðingarheimili Reykjavíkur er því gjaldfrjáls fyrir sjúkratryggðar konur. 

Hins vegar greiða konur og foreldrar fyrir foreldrafræðslu, námskeið um fæðingar og brjóstagjöf, jóga og leikfimi. Ýmis stéttarfélög niðurgreiða námskeið eins og þau sem eru í boði á Fæðingarheimilinu. 

Fæðingarheimilið býður upp á mismunandi þjónustupakka fyrir verðandi foreldra:

• Grunnpakki sem fylgir með meðgönguvernd, fæðingarhjálp og heimaþjónustu. Einnig fylgir heilsusamtal við ljósmóður 6-12 vikum eftir fæðingu. Skjólstæðingar fá persónulega þjónustu og ótakmarkað aðgengi að ljósmæðraþjónustu allan sólarhringinn. Einnig aukna fræðslu og stuðning á lokuðum hópi með öðrum verðandi og nýjum foreldrum. Verð: 20.000 krónur. 

• Viðbótarpakkar með frekari ráðgjöf og námskeiðum sem gera verðandi foreldrum mögulegt að sækja fjölbreytta þjónustu á einum stað á hagstæðum kjörum og styrkir tengslin við samfélag Fæðingarheimilisins. Innifalið er afsláttur á námskeið, fræðslukvöld og foreldramorgna Fæðingarheimilisins. Einnig er veittur afsláttur af allri stoðþjónustu. Verð: 40.000 krónur.

Verðskrá fyrir viðbótarpakka og alla þjónustu á Fæðingarheimili Reykjavíkur er sveigjanleg þannig að þjónustan standi öllum konum til boða án tillits til félagslegrar stöðu. Fjármál eiga aldrei að standa í vegi fyrir því að þið getið sótt ykkur þjónustu Fæðingarheimilis Reykjavíkur. 

Nánari upplýsingar koma fljótlega.