Heimkoma með nýfætt barn

Pretty Caucasian woman at the beach smiling at camera.

Það er að mörgu að huga þegar við bjóðum nýtt barn velkomið í heiminn og auðvitað viljum við taka sem allra best á móti þeim - og helst eiga allt á heimilinu sem barnið okkar gæti þarfnast. En þá er gott að muna að nýfædd börn þurfa afskaplega fátt svo þeim líði vel. Þau þurfa öruggan stað til þess að sofa á, hlý föt og nokkrar bleyjur. Þau þurfa næringu og ef þú ætlar að vera með barnið þitt á brjósti, þá þarf barnið nær stöðugan aðgang að brjósti móður sinnar fyrstu dagana eftir fæðingu.

Nýfætt barn hefur einnig mikla þörf fyrir nærveru foreldra sinna. Barnið þekkir í raun ekki annað en að vera í stöðugri nálægð við móður sína, hlusta á hjartslátt hennar, hreyfast í takt við göngulag hennar og heyra samtöl foreldra sinna og önnur umhverfishljóð heimilisins. Það er því ósköp eðlilegt að nýfædda barnið ykkar vilji áfram finna fyrir þessu öryggi - og svo lærir það smám saman að öryggi er einnig að finna í vöggunni. 

Þegar við eigum von á barni er mjög eðlilegt að finnast eins og allt þurfi að vera til staðar áður en barnið fæðist. En svo er þó í raun ekki og á flestum stöðum á Íslandi er auðvelt að skjótast í búð eftir því sem vantar. Það er því ekki nauðsynlegt að eiga öll þau tæki og tól sem þó eru auglýst eins og þau séu nauðsynleg. Sem dæmi, ef þið þurfið á pela að halda fyrir barnið ykkar nokkrum dögum eftir fæðingu, þá er hægt að skjótast út í búð eftir því. En mörg börn nota aldrei pela og því er óþarfi að hafa hann til staðar “bara til öryggis”. Það er einnig alger óþarfi að eiga margar tegundir af pelum og þurrmjólk - bara til öryggis. Það sama má segja um ýmis krem, mjaltavélar, hitamæla og og naglaklippur. Við erum flest svo heppin að hægt er að skjótast eftir því sem þarf.

Til að tryggja öryggi barnsins í bíl þá þarf að eiga góðan bílstól. Upplýsingar um örugga barnabílstóla má finna hér.

Previous
Previous

Samdrættir á meðgöngu

Next
Next

Undirbúningur fyrir fæðingu